From 1 - 7 / 7
  • Categories  

    Nú hafa Landmælingar Íslands útbúið vefkort með því að staðsetja og klippa saman hin svokölluðu Herforingjaráðskort. Eftirfarandi lýsing á Herforingjaráðskortum er tekin af vef Landsbókasafns: Á síðasta áratug 19. aldar varð dönskum yfirvöldum ljóst að þau kort sem til voru af Íslandi stæðust ekki þær kröfur sem gera þyrfti í samfélagi þess tíma. Bestu kort af Íslandi sem buðust voru í stórum dráttum byggð á strandmælingum danska sjóhersins sem fram fóru á árunum 1801-1818 annars vegar og hins vegar á kortum Björns Gunnlaugssonar sem byggð voru á fyrrnefndum strandmælingum og eigin mælingum Björns á árunum 1831-1843. Á fjárlögum 1899 voru veittar 5000 krónur og skyldi hefja nýjar þríhyrninga- og strandmælingar á Reykjanesi. Árið 1900 var gefin út í Danmörku tilskipun um að sendur skyldi leiðangur til Íslands til að mæla hér grunnlínu og hnattstöðu. Síðan var ætlunin að mæla þríhyrninganet út frá nýju grunnlínunni. Hingað voru sendir danskir liðsforingjar og sumarið 1900 var unnin ýmis undirbúningsvinna. Árið 1902 höfðu fjárveitingar verið auknar svo að rétt þótti að hefjast handa. Byrjað var á Hornafirði og mælt vestur ströndina og um lágsveitir Suðurlands en uppsveitum og hálendi frestað. Verkinu var svo haldið áfram tvö næstu árin en féll niður 1905 vegna fjárskorts og annarra anna hjá Landmælingadeild danska herforingjaráðsins (Generalstabens topografiske Afdeling) er tókst verkið á hendur. Eftir eins árs bið var þráðurinn tekinn upp að nýju enda bættist nú við fjárstyrkur úr ríkissjóði Dana. Á árunum 1906-1914 var unnið öll sumur, nema 1909, þegar ekkert var aðhafst. Var þá lokið byggðamælingum sunnanlands og mælt um Vesturland, norður og austur um Húnaflóa. Árangurinn var 117 kortblöð af þriðjungi landsins, suður- og vesturhluta, í mælikvarða 1:50.000 (auk nokkurra sérkorta af afmörkuðum svæðum). Þau eru gjarnan nefnd herforingjaráðskortin í höfuðið á þeim sem stóðu fyrir gerð þeirra.

  • Categories  

    Vefþjónn fyrir landfræðileg gögn Landmælinga Íslands. Hér eru nýjustu útgáfur gagna Landmælinga Íslands aðgengilegar. Vefþjónnin er byggður á opnum staðli OGC og hægt er að nálgast gögnin á vefþjóninum í gegnum ýmsar tegundir þjónusta, s.s. WFS, WMS, WMTS.

  • Categories  

    Einfalt bakgrunnskort fyrir Landupplýsingagátt. Um er að ræða strandlínu og helstu jökla. Hægt er að ná í gögnin í Geoserver Landmælinga Íslands.

  • Categories  

    AMS kortin voru gerð af bandarísku herkortastofnuninni (Army Map Service) á árunum 1948 – 1951 eftir loftmyndum sem teknar voru á árunum 1945 og 1946 en til hliðsjónar voru eldri kort af Íslandi, aðallega Atlaskort. Kortin voru svo skönnuð og rétt upp og þeim skeytt saman í þeim tilgangi að nota sem bakrunnskort í vefsjá. Hægt er að skoða stök AMS kort í kortasafni Landmælinga Íslands sem er aðgengilegt á heimasíðu stofnunarinnar. Slóðin á kortasafnið kemur fram í lýsigögnunum. Einnig er hægt að ná í kortin á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands. Slóðin á niðurhalssíðuna kemur einnig fram í lýsigögnunum.

  • Categories  

    Uppruni gagna vefkorts LMÍ er úr nokkrum áttum. Landhæðalíkan LMÍ er notað bæði til þess að lita undirlagið, en hæðarskyggingin er einnig unnin úr því. CORINE er notað til að gefa hugmyndir um yfirborð lands. Vatnafars gögn úr Euro Global Map eru notuð í smærri skölum, en eftir því sem þysjað er inn taka önnur gögn við. Stærstur hluti gagnanna kemur þó úr IS 50V, en þar ber að nefna samgöngur, mannvirki, vatnafar og hæðarlínur. IS 50V gagnasettin birtast mestmegnis í stærri skölum að frá töldu samgöngu línunum sem eru með frá skalanum 1:3.000.000. Dýpislínur frá Landhelgisgæslu Íslands eru birtar í öllum þysjunarstigum. Til að tengja þjónustuna við QGIS þarf að fara eftir leiðbeiningum sem eru á smámyndunum sem fylgja þessari skráningu.

  • Categories  

    Safn skannaðra Íslandskorta í kvarðanum 1:100.000, svokölluð Atlaskort gerð af landmælingadeild danska herforingjaráðsins á fyrstu fjórum áratugum 20. aldarinnar, en seinast uppfærð árið 1989. Uppréttar GeoTIFF myndir sem varpað var úr VisIT hugbúnaðinum þegar kortin voru gefin út á diskum. Til að tengja þjónustuna við QGIS þarf að fara eftir leiðbeiningum sem eru á smámyndunum sem fylgja þessari skráningu. Hægt er að ná í kortið sem er notað í þjónustuna á Geoserver LMÍ. Sjá tengil hér fyrir neðan.

  • Categories  

    Landslags kort LMÍ var búið til fyrir grunngerð landupplýsinga, ætlunin er að kortið sé notað sem bakgrunnur og skyggi ekki á þau gögn sem lögð eru ofaná. Kortið er unnið út frá Kort LMÍ og eru kortin mjög áþekk en þó er nokkrum lögum sleppt sem eru til staðar á Kort LMÍ. Uppruni gagna Landslags LMÍ er úr nokkrum áttum. Landhæðalíkan LMÍ er notað bæði til þess að lita undirlagið, en hæðarskyggingin er einnig unnin úr því. CORINE er notað til að gefa hugmyndir um yfirborð lands. Vatnafars gögn úr Euro Global Map eru notuð í smærri skölum, en eftir því sem þysjað er inn taka önnur gögn við. I5 50V gögnin, vatnafar og hæðarlínur, fara að birtast þegar þysjað er inn í stærri skala. Dýpislínur frá Landhelgisgæslu Íslands eru birtar í öllum þysjunarstigum. Til að tengja þjónustuna við QGIS þarf að fara eftir leiðbeiningum sem eru á smámyndunum sem fylgja þessari skráningu.